Húsasafn
  • Keldur-a4.2

Keldur á Rangárvöllum

  • Frá 1. júní til 31. ágúst er opið alla daga frá kl. 10-17.

1. júní - 31. ágúst: Opið alla daga 10:00 - 17:00

Leiðsögn alla daga kl. 11 og kl. 15. Innifalið í miðaverði. 

Miðaverð 2.500 kr. Árskort í Þjóðminjasafnið gildir. Börn undir 18 ára fá frítt inn. 

Á Keldum er elsti torfbær á Íslandi. Hann er jafnfram stærsti torfbærinn á suðurlandi. Auk hans hefur fjöldi útihúsa varðveist. Auk bæjarhúsa og kirkju eru  skemmur, smiðja, myllukofi, fjós, hesthús, fjárrétt, jarðgöng o.fl. 

Keldur-a5_1705491906749Keldur. Mynd Ívar Brynjólfsson.

Bærinn á Keldum og ábúendur hans koma við sögu í nokkrum af þekktustu bókum Íslendinga, m.a. Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu. Þar var jafnframt eitt af höfuðbólum Oddaverja. Höfðingi þeirra, Jón Loftsson (d. 1197), bjó á Keldum síðustu ár ævi sinnar. Síðasti ábúandinn í gamla bænum var Skúli Guðmundsson, sem bjó þar til dauðadags 1946. Allar götur síðan hefur bærinn verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Keldur-a5.1

Keldur. Mynd Steindór Gunnar Steindórsson. 

Keldur draga nafn sitt af uppsprettulindum sem koma víða fram undan túninu. Bæjar- og útihúsin eru einstakar menjar um lífið fyrr á öldum. Bæjarhúsin eru af elstu varðveittu formgerð torfhúsa, þar sem langhlið framhúsa snýr að hlaði. Þetta svipmót hefur haldist allt frá miðöldum.

Keldur Rangárvöllum

Keldur. Mynd Ívar Brynjólfsson.

Tradir-GLH-2005Traðir. Mynd GLH.

Keldur09Lambhús. Mynd Steindór Gunnar Steindórsson.

Lambhús. Mynd Steindór Gunnar Steindórsson.

Keldur-3

Lambhús. Mynd Steindór Gunnar Steindórsson.

Keldur-5

Lambhús. Mynd Steindór Gunnar Steindórsson.

Keldur-a3

Keldur. Mynd Ívar Brynjólfsson.

Myllukofi-GLH-2005

Myllukofi. Mynd: GLH.

Kjarni húsanna er frá 19. öld og í þeim má finna eldra timbur sem skorið hefur verið í til skrauts. Á einum stað í skálanum hefur ártalið 1641 verið rist í syllu. Í mörgum bæjarhúsanna er timburgrindin jafnframt með fornu smíðalagi, svonefndu stafverki. Þá er í bæjarhúsunum að finna búshluti úr eigu fyrri ábúenda á Keldum. Úr skálanum liggja einnig jarðgöng niður að læk og hafa þau líklega verið grafin sem undankomuleið á ófriðartímum á 11.-13. öld.

Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar er að finna hér.